Ey-050: 10 Selvík örnefni sel
66°01.301 N
18°24.828 V
„Næst [utan við Gatbrík] er Langavík, en síðan Selvíkurnef og Selvík.“ segir í örnefnalýsingu. Selvíkurnef er um 300 m sunnan við Krossatóft og samkvæmt örnefnalýsingu er öll víkin þar á milli kölluð Selvík þó hún sé raunar tvískipt og á örnefnakorti Sæmundar Stefánsson er aðeins syðri víkin nefnd Selvík en sú nyrðri Syðri Krossatóftarvík. Samkvæmt því korti eru Selnefin tvö, það syðra sunnan við Selvík en það nyrðra milli hennar og Syðri Krossatóftarvíkur. Upp af syðri víkinni, rétt norðan við (Syðra) Selvíkurnefið er stakur náttúrulegur hóll um 50 m frá sjávarbakkanum. Uppi á honum eru tvær aflangar dældir sem gætu verið tóftaleifar en mjög er það þó óglöggt.
Lyngmóar neðan við blásna melhlíð og ofan við sjávarkletta. Talsverður uppblástur virðist hafa verið á þessu svæði og má vera að allar minjar um sel hafi blásið burtu áður en landið fór að gróa á ný.
Vel er hugsanlegt að örnefnið bendi alls ekki á seljabúskap heldur á seli.
Einnig er möguleiki að selið hafi verið þar sem Krossatóft er.
Hættumat: engin hætta
Heimildir: Ö-Árs, 39
Ey-050: 16 tóft + garður
66°00.397 N
18°23.880 V
Niðurundan norðanverðum Hundhól, sem er hár hóll sem vegurinn til Ystabæjar liggur yfir, og niður hlíðina að sunnanverðri Ennistjörn liggur garðlag. Tóft er á garðinum um 30 m neðan (vestan) við Hundhól. Lyngmói.
Tóftin skiptist í tvö hólf og virðist hún vera yngri en garðurinn.
Garðurinn heldur ekki áfram ofan (austan) við veginn og má vera að hann sé norðurhlið í gerði sem 014 er suðurhliðin á og að austurhliðin hafi lent undir bílveginum.
Hættumat: engin hætta
Heimildir:
Ey-050: 22 Miðbæjargerði örnefni
65°59.661 N
18°23.362 V
Samkvæmt örnefankorti Sæmundar Stefánssonar heitir Miðbæjargerði suðaustan við tún nýbýlsins í Miðbæ, skammt norðvestan við hliðið á bílveginum til Ystabæjar. Þar er stórþýfður valllendisblettur næst veginum á um 15 m bili, þá stórþýfður lyngmói með hundaþúfu á smáhæð sem gæti verið tóftaleifar, þá hallar niður til vesturs og er mýrardrag neðst, um 5 m breitt en síðan lyngmóablettur, 40×40 m, fast við suðausturhorn Miðbæjartúns og gæti sá staður einnig komið til greina.
Gerðið gæti hafa verið á þessu svæði en einng er mögulegt að það hafi horfið er tún var gert á nýbýlinu Miðbæ áfyrri hluta 20. aldar.
Hættumat:
Heimildir: Örnefnakort Sæmundar Stefánssonar
Ey-051: 8 Stekkjarnef örnefni stekkur
65°58.772 N
18°21.468 V
„Tangatotan vestan [við skerið Slödd] er Stekkjarnef, en þar stendur syðsta og austasta býli Hríseyjar, nefnt sama nafni. Þar mun hafa verið Syðstabæjarstekkur.“ segir í örnefnalýsingu.
Stekkjarnef er austan við Hafnarvík og stendur samnefnt hús, hið austasta í þorpinu, á sléttri grund ofan við nefið. Hvergi sér til stekkjartóftar. Austan við nefið sjást víða leifar af kálgörum ofan við sjávarbakkann. Stekkjarnef er klettanef sem gengur í sjó fram og er gróið að ofan. Í kringum húsið er sléttað tún, allt niður á nefið og ofan við einnig, upp undir Hafnarvíkurhól.
Hættumat: hætta Heimildir: Ö-Árs, 40
Ey-051: 14 tóft
65°59.260 N
18°21.625 V
Í lægð vestan við Löngumýrarhamra, beint vestur af Löngumýrartjörn er stök tóft. Merkt gönguleið liggur um lægðina fast hjá tóftinni.Gróin lægð milli gróinna holta, þýfður lyngmói í kring en tóftin sjálft er á sléttri flöt. Hvergi vatnsból í kring.
Aflöng tvíhólfa tóft, sennilega stekkur. Byggt á eldri rústum.
Hættumat: engin hætta
Heimildir: