Beitarhúsatóft frá Ystabæ er á höfða skammt norðan við Miðbæjarmörk en ekki er vitað um beitarhús frá Syðstabæ. Þó má nefna að mögulegt er að fjárhúsið á Hvatastöðum hafi verið notað sem beitarhús löngu eftir að föst búseta lagðist þar af.
Ekki er vitað um sel í Hrísey en Selvík heitir þó utarlega í Ystabæjarlandi, skammt suður af Krossatóftum. Víkin gæti verið kennd við seli en einnig er hugsanlegt að hún sé til marks um seljabúskap og má vera að Krossatóftir séu leifar af slíkri búsýslu. Þar er garðlag og útihúslegar tóftir sem benda til að byggingaleifar þessar séu meira en verbúðaminjar. Einnig er hugsanlegt að Hvatastaðir hafi verið notaðir sem sel.
Uppi á Hafnarvíkurhól eru tvær fornlegar tóftir sem sennilega standa í einhverju samhengi við nýtingu haglendis en ekkert er vitað um þær og hafa þær ekki einu sinni nafn.
Ey-050: 8 Ystabæjarbeitarhús tóft beitarhús
66°00.010 N
18°23.997 V
„Ystabæjarbeitarhús stóðu utan til við Beitarhúsavík [sem er utan við Miðbæjarvík en innan við Bjargið].“ segir í örnefnalýsingu. Á nesinu milli Ytri Krökuvíkur/ Beitarhúsabíkur og Steinstekkjarvíkur er allstór tóftaþyrping, spölkorn norðar en forn merkjagirðing (framhald af 013) milli Ystabæjar og Miðbæjar.Á grösugri klettasnös og er þverhnípt allsstaðar niður, 7-8 m niður í sjó. Að norðan brýtur af tóftinni.
Grjót sést í hleðslum en tóftin er annars að mestu gróin. Hún skiptist í 5 hólf og hefur greinilega verið um- eða endurbyggð.
Hættumat: hætta
Heimildir: Ö-Árs, 38