Hrísey

Ey-050: 5 Lending heimild          lending

66°00.697 N  
18°24.202 V

1712: „Heimræði er hjer, og er lendingin bæði stórgrýtt og brimsöm, og skipsuppsátrið erfitt, verða því aflabrögðin svipul. Eitt skip gengur hjer nú, sem ábúandinn fleytir.“ Í örnefnalýsingu segir svo frá: „Lending heitir utar í svonefndri Heimavík eða Húsavík.“ Heimavík er utan við höfðan sem er utan við Slöguna (sbr. 006), beint niðurundan bænum eða heldur norðar.

Heimavík er breið vík með klettadröngum til beggja enda en á milli er grjóthnullungafjara, allsstaðar nema syðst þar sem eru brotnar hleinar. Eins og nú er háttað virðist skást lending fyrir sunnan miðja vík, rétt norðan við hleinarnar. Þar er hnullungafjaran breiðust (6-8 m) og minnstur bratti. Víkin er alveg opin fyrir norðanátt

Sennilega hefur þetta ekki verið slæm lending en uppsátur er ekkert í víkinni og hefur orðið að draga bátinn upp á bakkann, sem er 10-15 m hár og allsstaðar snarbrattur en þó grasi gróinn. Víkin sem kölluð er Heimavík eða Húsavík í örnefnalýsingu er nú aðeins kölluð Lending. Í næstu vík fyrir norðan (Ytrilendingu eða Stórusandvík, Lendingarbakki heitir syðst í henni) eru aðstæður til lendingar svipaðar en jafnbratt eða brattara að draga báta upp. Tóftirnar 018 eru á milli þessara víka á Lendingarbjargi.

Hættumat:

Heimildir: JÁM X, 98; Ö-Árs, 38-39; Ökort SS.

Ey-050: 9 Slögulending heimild                   lending 

66°00.599 N
18°24.364 V 

„Slögulending var í Slöguvogi innst í [aðalvíkinni suðvestur frá Ystabæ] … Áður [þ.e. fyrir 1934] hafði verið gerð tilraun til að laga þessa lendingu með sprengingum, en hún varð aldrei trygg.“ segir í örnefnalýsingu. Slaga heitir höfðinn eða nesið beint vestur af Ystabæ (eða heldur sunnar) og var Slöguhattur, klettadrangur, á honum norðanverðum en hann hrundi í Dalvíkurskjálftanum 1935. Lendingin er sunnan undir höfðanum en þar ganga hleinar út í sjó og mynda um 10 m breiðan og 20 m djúpan bás og er um 5 m breið og 3 m djúp malarfjara í botninn.

Þverhnípt grasbrekka er niður í fjöruna, nema að vestan – þar er klettur – og hefur sneiðingur verið skorinn í bakkann til austurs upp í lítinn hvamm þar sem hægt hefur verið að geyma bát í skjóli fyrir stórbrimum. Ekkert rúm er fyrir bát niðri við lendinguna sjálfa. Í sneiðingnum sjást leifar af dráttarteinum og tréstaurar eru enn hér og þar í kring og járnteinar sem reknir hafa verið í hleinarnar og er ekkert af þessu eldra en frá fyrri hluta þessarar aldar.

Hættumat:

Heimildir: Ö-Árs, 38