Túngarðar
Túngarðahleðsla var mikilvægur hluti af túnabótum á 19. öld og á það einnig við um Hrísey. Leifar eru enn af allmiklum túngarði austan við gamla túnið í Ystabæ en engar slíkar leifar eru um Syðstabæjartún en ekki er vitað hvort þar hefur nokkurntíma verið garður um en hafi svo verið er hann nú horfinn undir byggingar. Miklir túngarðar, mun eldri en frá 19. öld, eru um tún Miðbæjar, Hvatastaða og Saltness og eru þeir hluti af hinu mikla garðakerfi Hríseyjar. Einnig er garðspotti við Krossatóftir nyrst á eynni.
Vörslugarðar
Sérkenni á Hríseyskum fornleifum eru hinir miklu garðar sem liggja um eyjuna þvera og endilanga. Sumir þessara garða virðast vera landamerkjagarða. Þannig liggja tveir garðar samhliða þvert yfir eyjuna sinn hvoru megin við bæjarstæði Miðbæjar og er einsætt að þeir hljóti að vera merkjagarðar enda hafa merki milli jarðanna í Hrísey fylgt þeim fram á 20. öld. Fyrir utan þessa garða er langur garður utan um bæjar- og túnstæði Hvatastaða og er alls óvíst hvaða hlutverki hann hefur gegnt. Svæðið sem hann afgirðir er miklu stærra en svo að hann hafi átt að verja tún og virðist hann því hafa verið gerður til að skipta högum. Ef til vill hefur kotinu ekki tilheyrt annað land en það sem innan garðsins er eða að hann hefur verið gerður til að skipta högum í heimahaga og úthaga og er þó ekki ljóst hversvegna slík skipting hefði átt að vera talin nauðsynleg.
Ljóst er þó að einhverskonar skipting bithaga hefur verið við lýði á fyrri tíð, einkenni búskaparhátta sem ekki þekkjast frá seinni öldum, því nærri 3 km langur garður liggur frá suðausturhorni eyjarinnar til norðurs í gegnum allt Syðstabæjarland og Miðbæjarland og spölkorn inn í Ystabæjarland. Annar garður, styttri, liggur samsíða þessum að vestan á um 1 km löngu bili. Erfitt er að geta til um hlutverk þessara garða en mikilsvert væri að gera rannsókn á því.
Ey-050: 13 Garðurinn garðlag landamerki
65°59.900 N
18°23.284 V
„Sunnan við Syðri-Melaenda er Garðurinn, fornt mannaverk á merkjum Yztabæjar og Syðstabæjar. Liggur garður þessi um þvera eyna Merkjagirðing liggur nú þvert
yfir eyna nálægt Garðinum.“ segir í örnefnalýsingu. Tveir garðar liggja þvert yfir Hrísey, annar á fornum merkjum Miðbæjar og Ystabæjar og er það þessi en hinn, sem er sunnar, er á merkjum Miðbæjar og Syðstabæjar, þar sem nú eru merki milli Syðstabæjar og Ystabæjar (Ey-051:017). Nyrðri garðurinn liggur frá austurhlið Hríseyjar yfir háeyjuna og sker langa garðinn (Ey-051:015), á móts við hliðstólpa við akveginn til Ystabæjar, skammt norðan við bæjarstæði Miðbæjar. Frá langa garðinum nær þessi garður aðeins 200 m til vesturs, hættir um 200 m austan við bílveginn og er óvíst hvort hann hefur nokkurntíma náð lengra eða hvort hann gæti hafa beygt þar.
Vestan við akveginn afmarkast Miðbæjarland að því er virðist af túngarði og síðan öðrum garði sem liggur í boga frá túngarðinum og niður að sjó sbr. 007. Sá garður stenst ekki á við þennan heldur er hann talsvert norðar. Að mestu gróið land, holt og lyngmóar.
Austan á eynni er garður þessi 2,5-3 m á breidd og víðast undir 0,5 m hár.
Vestan á er garðurinn víðast hærri, 0,7 m, og mjórri, 1,5-2 m.
Hættumat: hætta Heimildir: Ö-Árs, 39
Ey-050: 14 garðlag
66°00.187 N
18°23.676 V
„Víðar [en 013] sést fyrir fornum garðhleðslum, án þess að ljóst sé, til hvers þeir hafa verið nýttir.“ segir í örnefnalýsingu. Rúmlega 100 m norðan við tóftina 015 liggur garður frá veginum og niður að tjörn á sjávarbakkanum. Lyngmói.
Hugsast gætti að þetta garðlag sé suðurhlið á gerði sem 016 sé norðurhliðin af og að austurhliðin hafi lent undir bílveginum því grunsamlegt er að báðir garðarnir hafa sömu stefnu og enda við veginn.
Hættumat: engin hætta
Heimildir: Ö-Árs, 39
Ey-050: 17 garðlag túngarður
66°00.699 N
18°24.011 V
80 m austur af íbúðarhúsi í Ystabæ er túngarður um gamla túnið að austanverðu, sem síðan beygir til vesturs fyrir norðurhliðina ofanverða og nær langleiðina á móts við íbíðarhúsið, milli þess og dúnhreinsunarskúrs. Graslendi.
Stór barrtré standa nú sitthvoru megin við garðinn sunnantil en að norðan vex kerfill upp á hann. Syðsti hluti garðsins er á kafi í kerfli og er því ógreinilegt hvernig hann endar, en skammt er að veginum heim að Ystabæ frá þeim stað sem hann hættir. Norðurhliðin hefur sýnilega verið löguð til en hún myndar takmörk garðsins við húsið og er öll mjög slétt, bæði hliðar hennar og toppur.
Hættumat: hætta
Heimildir:
Ey-051: 15 garðlag vörslugarður
65°58.924 N
18°21.519 V
Garður liggur í sveig eftir endilöngu Syðstabæjarlandi. Suðausturendi hans sést fyrst norðan við öskuhaugana austan við Stekkjarnef og hefur hann þar verið skemmdur af haugunum. Þar hefur jarðvegi verið hrúgað upp á garðinn að austan en neðan við akveginn sést garðurinn ekki og er óvíst hvort hann hafi ná svo langt í suður. Frá haugunum liggur hann upp á eyna til norðvesturs, um 20 m frá tóftunum 013. 140 m frá suðurenda gengur annar garður beint til vesturs frá þessum, um 70 m langur og er sá mjórri en aðalgarðurinn. Þetta er heldur austar en beint upp af Stekkjarnefi) og í kvrkinni milli garðanna má e.t.v. greina fleiri garðlög. Um 800 m frá suðurenda er gleitt horn ofan við trönustæði austan við Beinalág og beygir garðurinn þar til NNV. Alls eru garðuinn 2150 m frá suðurenda að Miðbæjarmerkjum (sbr. 017). Þar endar garðurinn, en 60 m vestar er garður sem liggur í sömu stefnu, frá 017 og 480 m að garði á hinum fornu Ystabæjarmerkjum (sbr. Ey-050:013). Garðurinn heldur áfram um 250 m norðan við þau merki og endar á hól sem akvegurinn til Ystabæjar liggur líka yfir. Síðustu 100 m sveigir garðurinn til vesturs og er raunar mjög óglöggur á þeim kafla og gæti hafa orðið fyrir hnjaski. Er sá hluti garðsins sem er í núverandi Ystabæjarlandi alls um 730 m langur en alls er garðurinn 2880 m langur.
Um lyngmóa. Hugsanlegt er að garðurinn hafi náð enn lengra til norðurs og að akvegurinn hafi verið lagður ofan á hann frá þeim stað sem garðurinn endar nú.
Hættumat: hætta
Heimildir:
Ey-051: 16 garðlag vörslugarður
65°59.248 N
18°22.850 V
Annað garðlag er samhliða langa garðinum 015, vestan við hann, norðan við þar sem sá garður hefur beygt til norðurs vestan á eynni. Suðurendi garðlags þessa er í mýri skammt norðan við nyrstu trönurnar ofan við þorpið í Hrísey og gæti vel hafa náð lengra til suðurs. Þar eru um 250 m milli garðanna. Norðar dregur heldur saman með görðunum og eru um 100 m á milli þeirra við landamerkjagarðinn 017. 770 m eru af þessum garði sunnan við 017 en 245 m norðan við en þar hverfur hann í móana á móts við yngsta fjárhúsið í Miðbæ (sbr. Ey-050:007). Miðað við stefnu gæti norðurendi
garðsins hafa tengst túngarði í Miðbæ en þar sem þeir gætu hafa tengst hefur verið mikið rasks vegna æðarvarps. Um lyngmóa. Garðurinn hefur rofnað á einum stað (um 300 m sunnan við Miðbæjarmörk) þar sem gerð hefur verið tjörn og er allblásinn og ógreinilegur 150-200 m þar sunnan við.
Hættumat: hætta
Heimildir:
Ey-051: 17 garðlag landamerki
65°59.664 N
18°23.118 V
Garður er þar sem merki voru milli Miðbæjar og Syðstabæjar í breiðum boga þvert yfir Hrísey. Hann sést glöggt sitthvorumegin við veginn að Ystabæ og milli garðanna 015 og 016, og sömuleiðis skamman spöl upp frá Borgarbrík austanmegin á eyjunni en annarsstaðar er hann ógreinilegri og sumstaðar alveg blásinn eða sokkinn í mýri.
Það er þó hvergi á lengri köflum en svo að auðveldlega má greina hann af loftmynd alla leið frá Borgarbrík að austan að Merkisnesi að vestanverðu. Mest um lyngmóa, en einnig um blásna mela og mýrardrög. Fallin vírgirðing er víðast á garðinum.
Við þennan garð er miðað í landamerkjalýsingy Ystabæjar og Syðstabæjar frá 1. maí 1884
Hættumat: hætta
Heimildir: Landamerkjabók Eyjafjarðarsýslu I, 40