Stekkur frá Syðstabæ var á Stekkjarnefi austan við Hafnarvík en rúst hans er nú horfin. Þá er einnig stekkjarleg tóft austantil í landi jarðarinnar, beint vestur af Löngumýrartjörn. Tvö stekkjarörnefni eru í landi Ystabæjar. Stóristekkur heitir austan á eyjunni sunnan við Melenda en þar sjást engin merki til tófta. Steinstekkjarvík heitir svo vestan við eyna gegnt Stórastekk en þar eru tóftaleifar sem að hluta eru komnar undir veginn að Ystabæ.
Ey-050: 15 *Steinstekkur tóft stekkur
66°00.113 N
18°23.546 V
Um 300 m norðan við hin fornu merki milli
Ystabæjar og Miðbæjar, þar sem enn eru hliðstólpar við veginn, er hóll sem vegurinn liggur yfir og norðanundir honum voru tóftir sem vegurinn var lagður yfir og sést aðeins lítill hluti þeirra vestan undir vegarkantinum. Í grösugri lægð milli lyngmóahæða. Malarvegur liggur yfir tóftirnar að austan og vex mikil lúpína og hvönn í kantinum.
Undan veginum sjást þrjú hólf og hefur það fremsta verið rétt, því veggir eru mjóir
og dyrnar breiðar en hólfið þar innanvið er talsvert dýpra og virðast veggir þess vera stæðilegri. Þóra dóttir Jóns Kristinssonar sem var bóndi í Ystabæ til 1919 benti Úllu Knudsen á þessa tóft og harmaði að hún skyldi hafa farið undir veginn því gaman hefði verið að sitja á henni þegar hún var barn í yfirsetu. Víkin niðurundan þessum stað heitir Steinstekkjarvík og er sennilegt að þetta sé sá stekkur.
Hættumat: engin hætta
Heimildir:
Ey-050: 21 Stóri-Stekkur örnefni stekkur
66°00.371 N
18°22.803 V
Samkvæmt örnefnakorti Sæmundar Stefánssonar heitir Stóri Stekkur rétt sunnan við Melenda, heldur sunnar en á móts við Grunnasker, 500 m norðan við garðinn 013. Hvergi sér þar nú til tófta. Lyngmói með valllendisgróðri innan um neðst, fast við brúnina á móts við Melenda, en brekkan neðanvið er vaxin lúpínu. Ofar er þýfður mosa- og lyngmói. Allt þetta svæði er í talsverðum halla en þó eru stallar hér og þar, þar stekkur gæti hafa verið.
Hættumat: engin hætta
Heimildir: Örnefnakort Sæmundar Stefánssonar